kollur hilmarSegja má að landnámsmaðurinn Kollur sé nú loksins upp risinn í Kollsvík.  Ekki var hann þó særður úr haug sínum, sem munnmæli segja að sé á Blakknesnibbu.  Hilmar Kollsvíkurbóndi Össurarson fékk hagleikssmiðinn Gunnar Tómasson til að skera hann í trjádrumb sem eitt sinn rak á Kollsvíkurfjörur.  Gunnar fæst nokkuð við útskurð og aðra smíði í tómstundum sínum, en hefur annars stundað garðyrkju ásamt konu sinni; Elsu Marísdóttur af Kollsvíkurætt.  Tilgáta hans um andlitsdrætti Kolls er ekki verri en hver önnur.  Hilmar hefur komið Kolli fyrir neðan Kollsvíkurhússins og lætur hann horfa til sjóar.  Líklega þarf hann þó að snúa höfði til að fylgjast með gulli sínu, sem fólgið er í Biskupsþúfu.  Á myndinni sjást þeir Kollsvíkurbændur báðir; Hilmar og Kollur, með Núpinn og Blakknesnibbu í baksýn.

Leita